Hvatning í starfi – Ytri og innri hvatar

Alla daga reynum við að hvetja okkur sjálf og hvert annað til góðra verka. Aðferðirnar sem við notum byggja á þörfum sem búa innra með okkur. Til dæmis hvetjum við börn okkar til að vera dugleg og sjálfstæð því börn hafa þörf fyrir að finna að takast á við eitthvað nýtt, þroskast og vaxa. Börn hafa líka þörf fyrir að vera viðurkennd. Sama gildir um fullorðna. Maslow sýndi þetta með þarfapírmýda sínum þar sem grunnþarfirnar eru matur og skjól og efst á eru svo þarfir um að njóta sín sem manneskja, vaxa og þroskast.

Sem starfsmenn fáum við hvatningu frá samstarfsfólki og yfirmönnum og sú hvatning byggir líka á þörfum okkar, þeim sömu og Maslow benti á. Fyrir meira en fimmtíu árum setti Herzberg fram mjög áhugaverða kenningu um hvatningu í starfi þar sem hann bendir á tvo flokka hvata; innri hvata (intrinsic motivators) og ytri hvata (extrinsic motivators). Sérhver starfsmaður hefur þörf fyrir bæði innri og ytri hvata og þar með líka þörf fyrir innri og ytri umbun.

Ytri hvatar eru til dæmis laun og ýmis hlunnindi t.d. kort í ræktina, bílahlunnindi, afslættir, sérstök frí, bónusar og fleira í þessum dúr. Hér beinist hvatningin að ytri þáttum starfsins. Herzberg útskýrði vel og vandlega að ytri hvatar og ytri umbun væri nauðsynleg en hins vegar gæti ytri umbun aldrei verið nægjanleg. Rannsóknir Herzberg sýndu að þrátt fyrir að stjórnendur leggðu ofuráherslu á ytri þætti væri ekki mögulegt að tryggja ánægju starfsfólks bara með þeim aðferðum. Annað þyrfti að koma til og þá hvatningu kallaði Herzberg innri hvatningu.

Innri hvatar snúa að starfinu sjálfu, samskipti sem starfið felur í sér og tækifæri starfsmannsins til að vaxa og dafna í starfi. Innri starfshvöt felur í sér tækifæri til að njóta þess sem starfið sjálft felur í sér og um þann tilgang sem starfsmaður sér með starfi sínu. Innri umbun er upplifun starfsmanns af starfi sínu og getur til dæmis falist í viðmóti skjólstæðinga eða viðskiptavina, þakklæti, brosi eða árangri sem viðskiptavinur nær vegna þjónustu starfsmannsins. Innri umbun felst líka í þroska og lærdómi sem starfsmaður nýtur vegna starfa sinna og verkefna. Innri starfshvöt er nátengd hugmyndum um tilgang starfa, gildi hugsjónar og samsfélagslegarar ábyrgðar.

Innri starfshvöt nærist á frelsi og sjálfræði í starfi sem eru forsendur sköpunar.

Ályktun Bjartrar framtíðar um íslenska stjórnkerfið.

BF-Frjals- Skapandi

Bættu við athugasemd