Nú þarf að standa vörð um velferðarþjónustuna og finna fleiri skilvirkar og góðar leiðir til að halda áfram að efla þjónustu sem við getum öll verið stolt af. Einlægur áhugi fagfólks að láta gott af sér leiða er hornsteinn þeirrar þjónustu sem við búum við. Til að þekking og færni starfsfólksins njóti sín er mikilvægt að stjórnendur og forysta velferðarþjónustuna hafi opin augu fyrir hugmyndum og tækifærum allra starfsmanna. Meðal starfsfólksins leynist ótrúlegur kraftur og sköpunarmáttur.
Ein af þeim hugmyndum sem heilbrigðisstarfsfólk hefur kynnt stjórnvöldum undanfarna áratugi er gildi fjarskiptatæki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Víða um heim hefur um áratugaskeið verið þróaðar aðferðir til að veita örugga og skilvirka heilbrigðisþjónustu í gegnum síma sem er hentugasta form fjarskiptatækni. Með þessari aðferð má veita fólki fræðslu og sérhæfða ráðgjöf og leiðsögn. Til dæmis má nota þessa tækni í heimahjúkrun þar sem einstaklingi er veitt aðstoð varðandi lyf, aðstoð við sárameðferð eða aðra meðferð eftir aðgerðir á sjúkrahúsi. Stuðningur og ráðgjöf í gegnum síma er ómetanlegur.
Í seinni tíð hafa vefmyndavélar komið að góðu gagni í þessari þjónustu. Sömuleiðis hafa verið tilraunir með nýtingu snjallasíma til að fylgjast með og veita ráðgjöf eftir skurðaðgerðir. Allar þessar leiðir lofa mjög góðu og er full ástæða til að ætla að hér á landi geti nýting fjarskiptatækni verið mjög ákjósanlegur kostur til að efla þjónustuna sem fyrir er bæði á vettvangi heilsugæslu og sjúkrahúsa. Framtak á þessum vettvangi utan opinberrar velferðarþjónustu felur í sér margvísleg tækifæri.