Category Archives: Uncategorized

Fagmennska og vönduð vinnubrögð

Jón Kalman Stefánsson skrifar sterka ádeilu á stjórnmálin hér á landi í grein sinni þann 6. apríl 2013. Hann bendir á hversu takmörkuð áhrif Rannsóknarskýrsla Alþingis hefur haft, einkum miðað við skýr skilaboð um nauðsyn þess að efla fagmennsku og að ákvarðanir séu teknar með fræðilegum röksemdum. Kannski er hér bent á mikilvægasta verkefni okkar hér á landi, að vera fagleg, vanda okkur og nota þekkingu. Þetta hljómar einfalt. En hvað er átt við með fagmennsku?

Ein af grunnstoðum fagmennsku er vitundin um gildi og tilgang verka okkur. Fagmennska fellst í því að hafa tengsl við tilganginn, grundvallarreglur og hugsjón starfa okkar. Fagmennska er ábyrgð allra en mikilvægasta hlutverkið er í höndum leiðtogans.

Góður leiðtogi minnir á tilgang og hugsjón hvers verkefnis og fellir slíkt tal inn í daglegar samræður og gengur sjálfur á undan með góðu fordæmi. Þannig verður myndin af hugsjóninni skýr og speglast í daglegum störfum. Góður leiðtogi í heilbrigðisþjónustu minnir starfsfókið á að allt er gert til þess að skjólstæðingum farnist vel. Góður leiðtogi í verslun minnir á að það er viðskiptavinurinn sem á að njóta góðs af öllu starfi verslunarinnar. Góður leiðtogi í stjórnmálum minnir á og er fyrirmynd þess að stjórnmál snúast um hagsmuni þjóðarinnar og hagsmuni landsins.

Hvert einasta verk góðs leiðtoga endurspeglar fagmennsku, einlægan áhuga á hag annarra og ábyrgð gagnvart hagsmunum heildarinnar. Leiðtogi sem er ábyrgur og faglegur byggir ákvarðanir sínar á þekkingu og siðferðilegu gildismati. Fjölmörg dæmi eru um afburðaárangur slíkra leiðtoga. Stundum eru þeir nefndir hinir hljóðlátu leiðtogar sem leggja meiri áherslu á að hlusta en að tala og njóta þess best að sjá aðra blómstra.

Björt framtíð er stjórnmálaflokkur sem berst fyrir vönduðum vinnubrögðum, fagmennsku og ábyrgð í stjórnmálum. Björt framtíð lítur svo á að fagmennska og fræðilegar röksemdir séu forsendur ábyrgra og árangursríkra ákvarðana.

BF

 

Það er sími til þín – Betri heilbrigðisþjónusta í gegnum síma

Nú þarf að standa vörð um velferðarþjónustuna og finna fleiri skilvirkar og góðar leiðir til að halda áfram að efla þjónustu sem við getum öll verið stolt af. Einlægur áhugi fagfólks að láta gott af sér leiða er hornsteinn þeirrar þjónustu sem við búum við. Til að þekking og færni starfsfólksins njóti sín er mikilvægt að stjórnendur og forysta velferðarþjónustuna hafi opin augu fyrir hugmyndum og tækifærum allra starfsmanna. Meðal starfsfólksins leynist ótrúlegur kraftur og sköpunarmáttur.

Ein af þeim hugmyndum sem heilbrigðisstarfsfólk hefur kynnt stjórnvöldum undanfarna áratugi er gildi fjarskiptatæki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Víða um heim hefur um áratugaskeið verið þróaðar aðferðir til að veita örugga og skilvirka heilbrigðisþjónustu í gegnum síma sem er hentugasta form fjarskiptatækni. Með þessari aðferð má veita fólki fræðslu og sérhæfða ráðgjöf og leiðsögn. Til dæmis má nota þessa tækni í heimahjúkrun þar sem einstaklingi er veitt aðstoð varðandi lyf,  aðstoð við sárameðferð eða aðra meðferð eftir aðgerðir á sjúkrahúsi. Stuðningur og ráðgjöf í gegnum síma er ómetanlegur.

Í seinni tíð hafa vefmyndavélar komið að góðu gagni í þessari þjónustu. Sömuleiðis hafa verið tilraunir með nýtingu snjallasíma til að fylgjast með og veita ráðgjöf eftir skurðaðgerðir. Allar þessar leiðir lofa mjög góðu og er full ástæða til að ætla að hér á landi geti nýting fjarskiptatækni verið mjög ákjósanlegur kostur til að efla þjónustuna sem fyrir er bæði á vettvangi heilsugæslu og sjúkrahúsa. Framtak á þessum vettvangi utan opinberrar velferðarþjónustu felur í sér margvísleg tækifæri.

Hugsum lengra

 

Efla sjálfstæði skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar

Uppbygging heilbrigðisþjónustunnar þar að vera skapandi og byggð á bestu þekkingu. Við uppbygginguna þarf að taka mið að þekkingu og færni allra heilbrigðisstétta um leið og þarfir skjólstæðinganna eru leiðarljós.

Skapa þarf farveg fyrir þjónustu allra faghópa. Skjólstæðingarnir þurfa að hafa góðar upplýsingar um hvar og hvernig þjónustu þeir mega vænta og greiðan aðgang að þessari þjónustu.

Skjólstæðingar velferðarþjónustunnar eru mikilvægustu eftirlitsaðilar um gæði þjónustunnar. Mat þeirra á þjónustunni skapar nauðsynlegt aðhald og eykur líkur á að þjónustan sé skilvirk og áreiðanleg.

Góðar upplýsingar um heilbrigðis- og velferðarmál eru mikilvægar til að efla sjálfstæði skjólstæðinganna og efla getu þeirra til að hafa áhrif á eigin heilsu, aðstæður og þjónustu.

Skapa þarf farveg fyrir sjónarmið skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar þannig að þarfir þeirra og væntingar séu til grundvallar skipulagi þjónustunnar. Traust og góð samskipti eru mikilvæg. Nýta má gagnvirk vefsamskipti í þessu sambandi.

Heilbrigdiskerfi fjolbreytt