Um höfundinn

SG-Anna-Gyda

Sigrún Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðingur og starfar sem dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og við Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Rannsóknir og kennsla snúa aðallega að heilbrigðu starfsumhverfi (healthy work environment), vellíðan starfsfólks (wellbeing at work) og forystu, einkum þjónandi forystu (servant leadership).

Ég leiði Þekkingarsetur um þjónandi forystu, sjá heimasíðuna thjonandiforysta.is.

Var aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra árið 2017. Varaþingmaður Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður 2016 – 2017  og var annar varaþingmaður Bjartrar framtíðar fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður eftir kosningarnar vorið 2013. Sat í nefnd um endurskoðun á greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu (2013-2015).

Hóf starfsferil minn sem hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi og starfaði síðan um árabil hjá Heilbrigðisráðuneytinu og Landlæknisembættinu og síðar á Landspítala sem gæðastjóri, deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála og ráðgjafi um starfsþróunarmál og hóf síðan störf við Háskóla Íslands árið 2007 og við Háskólann á Bifröst árið 2014.

Á háskólaárum mínum var ég formaður Félags hjúkrunarfræðinema og var síðar í stjórn og í forystu Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Var ein af stofnendum og í stjórn Félags um lýðheilsu, sat lengi í vinnuverndarnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), var í ritstjórn Tímarits hjúkrunarfræðinga og sat í stjórn starfsmenntasjóðs Fíh um árabil. Var um árabil ritari Kristilegs félags heilbrigðisstétta og í ritstjórn tímarits félagsins og er nú varmaður í sóknarnefnd Neskirkju. Var formaður Krabbameinsfélags Íslands 2016 – 2017.

Ég lauk menntun við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (BSc og MSc)  og við London School of Hygiene & Tropical Medicine (PhD) með áherslu á lýðheilsu, starfsumhverfi og stjórnun.

Frá árinu 2003 hef ég starfað sem ráðgjafi hjá skrifstofu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Er varaformaður samstarfsnets um rannsóknir um starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu, NOVO. Um árabil var ég gestakennari við Norræna lýðháskólann í Gautaborg.

Hafðu samband