Um höfundinn

SG-Anna-Gyda

Sigrún Gunnarsdóttir er hjúkrunarfræðingur og starfar sem dósent á Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og á Viðskiptafræðisviði Háskólans á Bifröst.

Ég leiði Þekkingarsetur um þjónandi forystu og er formaður Krabbameinsfélags Íslands.

Er varaþingmaður Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður eftir kosningarnar til Alþingis haustið 2016 og var annar varaþingmaður Bjartrar framtíðar fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður eftir kosningarnar vorið 2013. Sat í nefnd um endurskoðun á greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu (2013-2015).

Ég hóf starfsferil minn sem hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi og starfaði síðan um árabil hjá Heilbrigðisráðuneytinu og Landlæknisembættinu og síðar á Landspítala sem gæðastjóri, deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála og ráðgjafi um starfsþróunarmál og hóf síðan störf við Háskóla Íslands árið 2007 og við Háskólann á Bifröst árið 2014.

Á háskólaárum mínum var ég formaður Félags hjúkrunarfræðinema og var síðar í stjórn og í forystu Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Var ein af stofnendum og í stjórn Félags um lýðheilsu, sat lengi í vinnuverndarnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), var í ritstjórn Tímarits hjúkrunarfræðinga og sat í stjórn starfsmenntasjóðs Fíh um árabil. Var um árabil ritari Kristilegs félags heilbrigðisstétta og í ritstjórn tímarits félagsins og er nú varmaður í sóknarnefnd Neskirkju.

Ég lauk menntun við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (BSc og MSc)  og við London School of Hygiene & Tropical Medicine (PhD) með áherslu á lýðheilsu, starfsumhverfi og stjórnun.

Frá árinu 2003 hef ég starfað sem ráðgjafi hjá skrifstofu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Er varaformaður samstarfsnets um rannsóknir um starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu, NOVO. Um árabil var ég gestakennari við Norræna lýðháskólann í Gautaborg.

Hafðu samband