Starfsumhverfi og líðan hjúkrunarfræðinga á Landspítala 2015

Nú í nóvember 2015 verður gerð könnun á starfsumhverfi og líðan hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Könnunin er send í tölvupósti (Landspítalatölvupóstur) til allra starfandi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítala.

Um er að ræða endurtekningu á könnun sem var gerð haustið 2003 og birt í doktorsritgerð í nóvember árið 2005.  Rannsóknin nú verður eins og þá spurningalistakönnun með þátttöku allra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítala og byggt er á sama mælitæki sem kennt er við ,,Magnet hospital”. 

Niðurstöðurnar sem voru birtar árið 2005 voru að mörgu leyti hagstæðar fyrir Ísland samanborðið við önnur lönd en þó komu þar fram ýmis viðvörunarmerki um neikvæða þróun í starfsmannamálum á Landspítala á þeim árum.

Það verður mjög áhugavert að sjá niðurstöður könnunarinnar nú og án efa geta þær verið hjúkrunarfræðingum og stjórnendum Landspítalans gott veganesti fyrir áframhaldandi úrbætur á starfsumhverfi spítalans.

Við hvetjum hjúkrunarfræðinga og ljósmæður á Landspítala að nýta þetta tækifæri og taka þátt í könnuninni og auka þar með líkurnar á að varpa megi skýru ljósi á stöðu mála varðandi starfsumhverfi og líðan starfsfólks á Landspítala.

Jana Katrín Knútsdóttir, hjúkrunarfræðingur vinnur rannsóknina til meistaraprófs og ábyrgðarmenn eru Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og dósent við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst og Kári Kristinsson, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Konnun Landspitala 2015

Bættu við athugasemd