Monthly Archives: April 2013

Heilbrigðisþjónustan og Björt framtíð

Björt framtíð lítur á heilbrigðisþjónustuna sem eina heild þar sem stefna, skipulag og stjórnun allra þátta, svo sem sjúkrahúsa og heilsugæslu þarf að samstilla enn betur en nú er. Tryggja þarf örugga þjónustu sjúkrahúsa um leið og þjónusta heilsugæslu er efld þannig að einstaklingum sé gert kleift að sækja þjónustu sem hæfir hverju sinni og hagkvæm nýting þjónustu er tryggð.

Draga þarf úr þörf fólks til að leita til sjúkrahúsa með heilbrigðisvanda sem má leysa innan heilsugæslu. Sama gildir um þjónustu við aldraða og þjónustu við fatlaða. Þar þarf að tryggja þjónustu sem byggir á þörfum notenda, er hagkvæm og eflir sjálfstæði einstaklinga og fjölskyldna, sbr. notendastýrða persónulega þjónustu (NPA). Björt framtíð leggur áherslu á að öllum landsmönnum sé tryggður aðgangur að heilbrigðisþjónustu á grundvelli velferðarsamfélags.

Heilsugæslan. Björt framtíð leggur sérstaka áherslu á forvarnir, heilsueflingu og heilsugæslu. Bæta þarf aðgengi að þjónustu heilsugæslu. Endurskoða þarf þjónustu heilsugæslustöðva þannig að upplýsingar um þjónustuna verði skýrari og aðgengilegri en nú er. Endurskoða þarf stefnu, skipulag og stjórnun heilbrigðisþjónustunnar í heild þannig að nýting fjármuna og mannafla í hverju hluta þjónustunnar sé markviss og hagkvæm.

  • Betri samvinna milli stofnana og faghópa, t.d. milli heilsugæslu og sjúkrahúsa, eflir skilvirkni reksturs, nýtingu fjármuna og bætir árangur.
  • Tölur sýna að þeir sem leita til bráðasjúkrahúsa hafa margir vanda sem leysa mætti t.d. í heilsugæslu. Bæta þarf getu fólks og auka hvata í kerfinu til þess að einstaklingar leiti með vanda sinn á rétta staði innan heilbrigðisþjónustunnar. Aðgangur að heilsugæslu hefur áhrif á bráðaþjónustuna. Með betri nýtingu heilsugæslu má draga úr þörf fólks á dýrum úrræðum. Þetta hefur áhrif til hagræðingar, dregur úr álagi á starfsfólk og bætir gæði þjónustunnar.
  • Skerpa þarf sýn á verkefni heilsgæslunnar. Leita þarf allra leiða til að auka þverfaglegt samstarf ýmissa heilbrigðisstétta til að mæta þörfum fólks fyrir heilsugæslu. Miða þarf samstarfið við hag þeirra sem þjónustuna þiggja. Hér þarf að rýna í gæði stjórnunar, skipulags og stefnu og taka ákvarðanir í ljósi reynslu undanfarin ár.
  • Brýnt er að líta á þjónustu sálfræðinga, sjúkraþjálfara og tannlækna sem hluta af grunnþjónustu og forvörnum og tryggja þarf greiðsluþátt hins opinbera í slíkri þjónustu. Aðgengileg þjónusta þessara heilbrigðisstétta eflir forvarnir og er mikilvægur liður í að mæta vanda fólks áður en hann verður flókinn og kostnaðarsamur. Hlutdeild ríkis í tannlæknaþjónustu barna er fagnaðarefni. Hlutdeild ríkis í kostnaði sálfræðiþjónustu væri mikilvægt framfaraskref.
  • Mikilvægt er að setja fram heildaráætlun um verkaskiptingu innan heilbrigðisþjónustunnar sem og áætlun um fjármál. Byggja þarf áætlanir á haldbærum upplýsingum og þekkingu.
  • Mikilvægt er að hlúa að starsfólki heilsugæslunnar og leita allra leiða til að gera heilsugæsluna að aðlaðandi vinnustað. Slíkt tryggir nauðsynlega endurnýjun í röðum heilbrigðisstétta og framþróun þekkingar á sviðinu. Skýr stefna, gott skipulag og heilbrigt starfsumhverfi hefur góð áhrif á árangur starfsins, starfsgetu og ánægju starfsfólks.

Þjónusta við aldraða. Efla þarf þjónustu við aldraða þannig að þeim sé gert kleift að búa sem lengst á eigin heimili með aðstoð sem þarf. Slíkt fyrirkomulag dregur úr þörf að dýrari þjónustu. Skortur á úrræðum fyrir eldri borgara hefur t.d. áhrif á bráðaþjónustuna eins og dæmin sanna varðandi Landspítala og önnur sjúkrahús. Samstillt þjónusta fyrir aldraða eykur hagræði, bætir lífsgæði og minnkar sóun.

  • Tryggja þarf aðgang að hjúkrunarheimilum um leið og heimaþjónusta er efld. Hér á landi eru fleiri hjúkrunarrými fyrir hvern íbúa en almennt tíðkast á Norðurlöndum. Samt sem áður eru margir á biðlista eftir slíkri þjónustu og þiggja þjónustu sem í raun hentar þeim ekki, t.d. þjónustu bráðasjúkrahúsa. Á sama tíma er þjónusta til eldri borgara sem búa heima hjá sér minni hér en almennt gerist í nágrannalöndum.
  • Góð þjónusta heima eflir lífsgæði. Ný rannsókn hér á landi sýnir að stór hópur eldri borgara er háður daglegri umönnun fjölskyldu, oft kvenna í viðkomandi fjölskyldu. Rannsóknin bendir til þess að ófullnægjandi aðstoð í heimahúsum geti síðan leitt til þess að hinn aldraði leiti frekar eftir þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
  • Björt framtíð leggur áherslu á að bæta þjónustu aldraða þannig að hún geri þeim kleift að njóta sjálfstæðis og persónulegrar þjónustu eins og kostur er og minnka þannig þörf fyrir dvöl á stofnunum. Aðstoð ættingja er mikilvæg og dýrmæt en getur ekki verið burðarás velferðarþjónustunnar. Miklar kröfur til ættingja geta haft neikvæð áhrif á daglegt líf fjölskyldunnar, jafnvel truflað atvinnuþátttöku og heilsu þeirra sem í hlut eiga.
  • Tryggja þarf vænlegar og hagkvæmar leiðir til að leysa skort á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Kanna þarf t.d. hvort mögulegt er að nýta betur þær aðstæður sem eru fyrir hendi, t.d. með því að byggja við einhver hjúkrunarheimilanna.
  • Efla þarf samstarf bráðaþjónustu, heilsugæslu, heimahjúkrunar og hjúkrunarheimila og nýta tækni við heilbrigðisþjónustu enn betur hér á landi, t.d. fjarlækningar og fjarhjúkrun sem getur aukið sjálfstæði og sjálfsbjarargetu einstaklinga og fjölskyldna og dregið þar með úr þörf fyrir aðra þjónustu.

Efla þarf bráðaþjónustu á sjúkrahúsum hvað varðar aðstöðu, byggingar og tæki en ekki hvað síst þarf að efla innviði þjónustunnar; aðstæður starfsfólk, samstarf, stjórnun og rekstur. Hér þarf að nýta upplýsingar og bestu þekkingu og bæta stjórnun reksturs, t.d. innkaupa til að draga úr sóun.

  • Við endurskoðun á starfi heilbrigðisstofnana um land allt þarf að vera tryggt að kröfum um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu sé mætt.
  • Björt framtíð styður byggingu nýs Landspítala samkvæmt áætlunum þar um og í þeim áföngum sem gerlegir eru á næstu árum. Endurnýjun og viðhald á eldri byggingum eru mikilvæg verkefni um leið og hugað er að nýjum byggingum. Tryggja þarf öryggi sjúklinga og starfsfólks í núverandi húsnæði spítalans.

Fjölbreytt rekstrarform. Björt framtíð styður fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustu eins og verið hefur hér á landi undanfarin ár og áratugi. Nýta þarf ýmsar leiðir til að mæta þörfum landsmanna fyrir heilbrigðisþjónustu. Þar er opinber þjónusta burðarás en leita þarf leiða til að nýta önnur rekstrarform til að veita heilbrigðisþjónustu þar sem jafn aðgangur er grundvallaratriði, greiðsluþátttaka jöfn, eftirlit með gæðum þjónustunnar er tryggt og samningar endurskoðaðir í ljósi árangurs og hagkvæmni.

  • Stefna Bjartrar framtíðar er að nýta rekstrarmöguleika sem tryggja gæði þjónustunnar og aðgengi á grunni velferðarsamfélags. Mörg dæmi eru hér á landi um góðan árangur af slíkum rekstri. Hlutverk stjórnvalda er að hafa eftirlit með gæðum þjónustunnar og að samningar við rekstraraðila séu í takt við greiðslugetu hins opinbera og þarfir almennings.
  • Marka þarf stefnu um fjármögnun tækjakaupa fyrir heilbrigðisþjónustuna sem tekur mið af framlagi góðgerðasamtaka og sjálfboðaliða (þriðja geirans).
  • Yfirsýn yfir alla þætti reksturs er mikilvæg til að geta markað stefnu sem er mótuð af grundvallarsjónarmiðum og samkomulagi þeirra sem málið varðar.
  • Góðar upplýsingar um heilbrigðis- og velferðarþjónustu eru forsenda þess að samstarf fagaðila sé gott og að einstaklingarnir geti verið sjálfbjarga og geti valið þjónustu sem best hentar hverju sinni.

http://www.bjortframtid.is/aherslur/

BF

 

 

Velferð aldraðra og stöðugleiki

Björt framtíð leggur áherslu á að bæta þjónustu aldraða til að tryggja sjálfstæði og persónulega þjónustu. Með betri þjónustu við aldraða heima má auka lífsgæði og minnka þörf fyrir dýrari þjónustu og dvöl á stofnunum.

  • Ný rannsókn sýnir að þjónusta við aldraðra heima er minni hérlendis en í nágrannalöndum og stór hópur eldri borgara er háður daglegri umönnun fjölskyldu.
  • Aðstoð ættingja er mikilvæg en getur ekki verið burðarás velferðarþjónustunnar, miklar kröfur til ættingja geta haft neikvæð áhrif á daglegt líf fjölskyldunnar, jafnvel truflað atvinnuþátttöku og heilsu þeirra sem í hlut eiga.
  • Ófullnægjandi aðstoð í heimahúsum getur leitt til þess að hinn aldraði leiti frekar eftir þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Tryggja þarf hagkvæmar leiðir til að leysa skort á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og kanna möguleika til að nýta betur aðstæður sem eru fyrir hendi.

  • Hér á landi eru fleiri hjúkrunarrými fyrir hvern íbúa en almennt tíðkast á Norðurlöndum, samt eru margir á biðlista eftir slíkri þjónustu og leita annarra úrlausna.
  • Skortur á úrræðum fyrir eldri borgara hefur áhrif á bráðaþjónustu, t.d. Landspítala þar sem aldraðir þurfa oft að þiggja dýra þjónustu sem hæfir síður hinum aldraða.
  • Með samstilltri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða aukast lífsgæði og sóun minnkar.

Efla þarf samstarf heilsugæslu, heimahjúkrunar,  hjúkrunarheimila og bráðaþjónustu.

  • Nýta þarf tækni enn betur, t.d. fjarlækningar, fjarhjúkrun og símaþjónustu sem eykur sjálfstæði einstaklinga og dregur úr þörf fyrir aðra þjónustu.

Skipulag velferðarþjónustu mótast af umhyggju, mannúð og virðingu fyrir hverjum og einum. Ábyrgð og agi í efnahagsmálum er undirstaða velferðar.

  • Ábyrgð samfélagsins er að tryggja efnhagslegan stöðugleika, fjölbreytt atvinnulíf, réttmætan arð af auðlindum og öguð vinnubrögð þannig að verðmæti skapist sem undirstaða velferðar. 

 

Aldradir-Aevikvold

Heilbrigðisþjónustan og Björt framtíð

Björt framtíð lítur á heilbrigðisþjónustuna sem eina heild þar sem stefna, skipulag og stjórnun allra þátta, svo sem sjúkrahúsa og heilsugæslu þarf að samstilla enn betur en nú er. Tryggja þarf örugga þjónustu sjúkrahúsa um leið og þjónusta heilsugæslu er efld þannig að einstaklingum sé gert kleift að sækja þjónustu sem hæfir hverju sinni og hagkvæm nýting þjónustu er tryggð.

Draga þarf úr þörf fólks til að leita til sjúkrahúsa með heilbrigðisvanda sem má leysa innan heilsugæslu. Sama gildir um þjónustu við aldraða og þjónustu við fatlaða. Þar þarf að tryggja þjónustu sem byggir á þörfum notenda, er hagkvæm og eflir sjálfstæði einstaklinga og fjölskyldna, sbr. notendastýrða persónulega þjónustu (NPA). Björt framtíð leggur áherslu á að öllum landsmönnum sé tryggður aðgangur að heilbrigðisþjónustu á grundvelli velferðarsamfélags.

Heilsugæslan. Björt framtíð leggur sérstaka áherslu á forvarnir, heilsueflingu og heilsugæslu. Bæta þarf aðgengi að þjónustu heilsugæslu. Endurskoða þarf þjónustu heilsugæslustöðva þannig að upplýsingar um þjónustuna verði skýrari og aðgengilegri en nú er. Endurskoða þarf stefnu, skipulag og stjórnun heilbrigðisþjónustunnar í heild þannig að nýting fjármuna og mannafla í hverju hluta þjónustunnar sé markviss og hagkvæm.

  • Betri samvinna milli stofnana og faghópa, t.d. milli heilsugæslu og sjúkrahúsa, eflir skilvirkni reksturs, nýtingu fjármuna og bætir árangur.
  • Tölur sýna að þeir sem leita til bráðasjúkrahúsa hafa margir vanda sem leysa mætti t.d. í heilsugæslu. Bæta þarf getu fólks og auka hvata í kerfinu til þess að einstaklingar leiti með vanda sinn á rétta staði innan heilbrigðisþjónustunnar. Aðgangur að heilsugæslu hefur áhrif á bráðaþjónustuna. Með betri nýtingu heilsugæslu má draga úr þörf fólks á dýrum úrræðum. Þetta hefur áhrif til hagræðingar, dregur úr álagi á starfsfólk og bætir gæði þjónustunnar.
  • Skerpa þarf sýn á verkefni heilsgæslunnar. Leita þarf allra leiða til að auka þverfaglegt samstarf ýmissa heilbrigðisstétta til að mæta þörfum fólks fyrir heilsugæslu. Miða þarf samstarfið við hag þeirra sem þjónustuna þiggja. Hér þarf að rýna í gæði stjórnunar, skipulags og stefnu og taka ákvarðanir í ljósi reynslu undanfarin ár.
  • Brýnt er að líta á þjónustu sálfræðinga, sjúkraþjálfara og tannlækna sem hluta af grunnþjónustu og forvörnum og tryggja þarf greiðsluþátt hins opinbera í slíkri þjónustu. Aðgengileg þjónusta þessara heilbrigðisstétta eflir forvarnir og er mikilvægur liður í að mæta vanda fólks áður en hann verður flókinn og kostnaðarsamur. Hlutdeild ríkis í tannlæknaþjónustu barna er fagnaðarefni. Hlutdeild ríkis í kostnaði sálfræðiþjónustu væri mikilvægt framfaraskref.
  • Mikilvægt er að setja fram heildaráætlun um verkaskiptingu innan heilbrigðisþjónustunnar sem og áætlun um fjármál. Byggja þarf áætlanir á haldbærum upplýsingum og þekkingu. 
  • Mikilvægt er að hlúa að starsfólki heilsugæslunnar og leita allra leiða til að gera heilsugæsluna að aðlaðandi vinnustað. Slíkt tryggir nauðsynlega endurnýjun í röðum heilbrigðisstétta og framþróun þekkingar á sviðinu. Skýr stefna, gott skipulag og heilbrigt starfsumhverfi hefur góð áhrif á árangur starfsins, starfsgetu og ánægju starfsfólks.

Þjónusta við aldraða. Efla þarf þjónustu við aldraða þannig að þeim sé gert kleift að búa sem lengst á eigin heimili með aðstoð sem þarf. Slíkt fyrirkomulag dregur úr þörf að dýrari þjónustu. Skortur á úrræðum fyrir eldri borgara hefur t.d. áhrif á bráðaþjónustuna eins og dæmin sanna varðandi Landspítala og önnur sjúkrahús. Samstillt þjónusta fyrir aldraða eykur hagræði, bætir lífsgæði og minnkar sóun.

  • Tryggja þarf aðgang að hjúkrunarheimilum um leið og heimaþjónusta er efld. Hér á landi eru fleiri hjúkrunarrými fyrir hvern íbúa en almennt tíðkast á Norðurlöndum. Samt sem áður eru margir á biðlista eftir slíkri þjónustu og þiggja þjónustu sem í raun hentar þeim ekki, t.d. þjónustu bráðasjúkrahúsa. Á sama tíma er þjónusta til eldri borgara sem búa heima hjá sér minni hér en almennt gerist í nágrannalöndum.
  • Góð þjónusta heima eflir lífsgæði. Ný rannsókn hér á landi sýnir að stór hópur eldri borgara er háður daglegri umönnun fjölskyldu, oft kvenna í viðkomandi fjölskyldu. Rannsóknin bendir til þess að ófullnægjandi aðstoð í heimahúsum geti síðan leitt til þess að hinn aldraði leiti frekar eftir þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
  • Björt framtíð leggur áherslu á að bæta þjónustu aldraða þannig að hún geri þeim kleift að njóta sjálfstæðis og persónulegrar þjónustu eins og kostur er og minnka þannig þörf fyrir dvöl á stofnunum. Aðstoð ættingja er mikilvæg og dýrmæt en getur ekki verið burðarás velferðarþjónustunnar. Miklar kröfur til ættingja geta haft neikvæð áhrif á daglegt líf fjölskyldunnar, jafnvel truflað atvinnuþátttöku og heilsu þeirra sem í hlut eiga.
  • Tryggja þarf vænlegar og hagkvæmar leiðir til að leysa skort á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Kanna þarf t.d. hvort mögulegt er að nýta betur þær aðstæður sem eru fyrir hendi, t.d. með því að byggja við einhver hjúkrunarheimilanna.
  • Efla þarf samstarf bráðaþjónustu, heilsugæslu, heimahjúkrunar og hjúkrunarheimila og nýta tækni við heilbrigðisþjónustu enn betur hér á landi, t.d. fjarlækningar og fjarhjúkrun sem getur aukið sjálfstæði og sjálfsbjarargetu einstaklinga og fjölskyldna og dregið þar með úr þörf fyrir aðra þjónustu.

Efla þarf bráðaþjónustu á sjúkrahúsum hvað varðar aðstöðu, byggingar og tæki en ekki hvað síst þarf að efla innviði þjónustunnar; aðstæður starfsfólk, samstarf, stjórnun og rekstur. Hér þarf að nýta upplýsingar og bestu þekkingu og bæta stjórnun reksturs, t.d. innkaupa til að draga úr sóun.

  • Við endurskoðun á starfi heilbrigðisstofnana um land allt þarf að vera tryggt að kröfum um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu sé mætt.
  • Björt framtíð styður byggingu nýs Landspítala samkvæmt áætlunum þar um og í þeim áföngum sem gerlegir eru á næstu árum. Endurnýjun og viðhald á eldri byggingum eru mikilvæg verkefni um leið og hugað er að nýjum byggingum. Tryggja þarf öryggi sjúklinga og starfsfólks í núverandi húsnæði spítalans.

Fjölbreytt rekstrarform. Björt framtíð styður fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustu eins og verið hefur hér á landi undanfarin ár og áratugi. Nýta þarf ýmsar leiðir til að mæta þörfum landsmanna fyrir heilbrigðisþjónustu. Þar er opinber þjónusta burðarás en leita þarf leiða til að nýta önnur rekstrarform til að veita heilbrigðisþjónustu þar sem jafn aðgangur er grundvallaratriði, greiðsluþátttaka jöfn, eftirlit með gæðum þjónustunnar er tryggt og samningar endurskoðaðir í ljósi árangurs og hagkvæmni.

  • Stefna Bjartrar framtíðar er að nýta rekstrarmöguleika sem tryggja gæði þjónustunnar og aðgengi á grunni velferðarsamfélags. Mörg dæmi eru hér á landi um góðan árangur af slíkum rekstri. Hlutverk stjórnvalda er að hafa eftirlit með gæðum þjónustunnar og að samningar við rekstraraðila séu í takt við greiðslugetu hins opinbera og þarfir almennings.
  • Marka þarf stefnu um fjármögnun tækjakaupa fyrir heilbrigðisþjónustuna sem tekur mið af framlagi góðgerðasamtaka og sjálfboðaliða (þriðja geirans).
  • Yfirsýn yfir alla þætti reksturs er mikilvæg til að geta markað stefnu sem er mótuð af grundvallarsjónarmiðum og samkomulagi þeirra sem málið varðar.
  • Góðar upplýsingar um heilbrigðis- og velferðarþjónustu eru forsenda þess að samstarf fagaðila sé gott og að einstaklingarnir geti verið sjálfbjarga og geti valið þjónustu sem best hentar hverju sinni.

http://www.bjortframtid.is/aherslur/

BF

Fagmennska og vönduð vinnubrögð

Jón Kalman Stefánsson skrifar sterka ádeilu á stjórnmálin hér á landi í grein sinni þann 6. apríl 2013. Hann bendir á hversu takmörkuð áhrif Rannsóknarskýrsla Alþingis hefur haft, einkum miðað við skýr skilaboð um nauðsyn þess að efla fagmennsku og að ákvarðanir séu teknar með fræðilegum röksemdum. Kannski er hér bent á mikilvægasta verkefni okkar hér á landi, að vera fagleg, vanda okkur og nota þekkingu. Þetta hljómar einfalt. En hvað er átt við með fagmennsku?

Ein af grunnstoðum fagmennsku er vitundin um gildi og tilgang verka okkur. Fagmennska fellst í því að hafa tengsl við tilganginn, grundvallarreglur og hugsjón starfa okkar. Fagmennska er ábyrgð allra en mikilvægasta hlutverkið er í höndum leiðtogans.

Góður leiðtogi minnir á tilgang og hugsjón hvers verkefnis og fellir slíkt tal inn í daglegar samræður og gengur sjálfur á undan með góðu fordæmi. Þannig verður myndin af hugsjóninni skýr og speglast í daglegum störfum. Góður leiðtogi í heilbrigðisþjónustu minnir starfsfókið á að allt er gert til þess að skjólstæðingum farnist vel. Góður leiðtogi í verslun minnir á að það er viðskiptavinurinn sem á að njóta góðs af öllu starfi verslunarinnar. Góður leiðtogi í stjórnmálum minnir á og er fyrirmynd þess að stjórnmál snúast um hagsmuni þjóðarinnar og hagsmuni landsins.

Hvert einasta verk góðs leiðtoga endurspeglar fagmennsku, einlægan áhuga á hag annarra og ábyrgð gagnvart hagsmunum heildarinnar. Leiðtogi sem er ábyrgur og faglegur byggir ákvarðanir sínar á þekkingu og siðferðilegu gildismati. Fjölmörg dæmi eru um afburðaárangur slíkra leiðtoga. Stundum eru þeir nefndir hinir hljóðlátu leiðtogar sem leggja meiri áherslu á að hlusta en að tala og njóta þess best að sjá aðra blómstra.

Björt framtíð er stjórnmálaflokkur sem berst fyrir vönduðum vinnubrögðum, fagmennsku og ábyrgð í stjórnmálum. Björt framtíð lítur svo á að fagmennska og fræðilegar röksemdir séu forsendur ábyrgra og árangursríkra ákvarðana.

BF

 

Velferð aldraðra

Í ágætri grein sinni á dögunum skrifaði Bolli Pétur Bollason (Fréttablaðið 30.3.2013 ) að velferðin sé í eðli sínu hugsjón sem byggir á gömlum gildum um umhyggju, sjálfræði og ábyrgð. Ég tek undir orð Bolla og lít svo á að lesa megi þroska hvers samfélags úr því hversu vel er hlúð að hugsjón velferðarinnar. Til þess að hugsjón sé til gagns þarf hún að vera skýr, þeir sem eiga hugsjónina þurfa að hafa sömu myndina, þannig verður hún sameiginleg. Í hverju samfélagi, smáu eða stóru eru nokkur atriði sem skipta mestu máli fyrir velferð og ofarlega á blaði er velferð barna og velferð aldraðra. Okkur greinir líklega ekki á um að við viljum velferð barna og aldraðra en hvernig sjáum við þessa velferð fyrir okkur?

Hversu skörp er sýn okkar á hugsjón velferðarinnar fyrir börn og aldraða? Er þetta óljós skíma eða er sýnin skörp og nokkuð vel upplýst um það hvað felst í velferð barna og aldraðra? Það sem var til dæmis viðtekið í uppeldi barna í á sjöunda áratugnum væri líklega ekki allt samþykkt nú, t.d. að senda fimm ára Reykjvíkurbarn með miða yfir götu í næstu búð til að kaupa egg, smjörlíki og kamel. Eða að senda sama barn með Leið 4 austur í Kleppsholt í fimmára afmæli og beðin um að standa hjá  vagnstjóranum sem myndi minna barnið á þegar rétta stoppistöðin væri komin og benda á hvar húsið með afmælinu væri.  Svona sjálfstæðir leiðangrar gerðu fimm ára barn á sjöunda áratugunum líklega nokkuð sjálfstætt og sjálfbjarga en flokkast nú með vafasömum uppeldisaðferðum. Allt er breytt, við vitum betur, gerum aðrar kröfur og sjáum velferð í nýju ljósi.

Velferð barna mótast af jafnvægi frelsis og aðhalds. Ramminn mótast af aðstæðum og þekkingu. Börn læra að bjarga sér, velja og að skapa nýtt, fylgja reglum og axla ábyrgð. Og til þessa þurfa þau stuðning og umönnun. Sömu lögmál gilda á hvaða aldri sem er. Tökum dæmi af velferð aldraðra. Hver er sýn okkar á velferð aldraðra? Hvernig mótast hugsjón okkar um velferð aldraðra? Mótast hugsjónin af aðstæðum okkar nú, viðhorfum og þekkingu? Velferð aldraðra felst í sjálfsbjargargetu og frelsi til að velja þjónustu ef sjálfsbjargargetan minnkar. Velferði felst í að geta búið heima hjá sér og borið ábyrgð á sjálfum sér með aðstoð sem til þess þarf. Velferðin felst í því að eiga hlutdeild í sameiginlegum sjóði sem tryggir fjárhagslegt sjálfstæði á efri árum.

Ef hugsjónin um velferð aldraðra er eitthvað á þessa leið er fróðlegt að spyrja hvort áherslur hér á landi undanfarin ár hafi endurspeglað þessa hugsjón? Hér á landi eru fleiri hjúkrunarrými fyrir hvern íbúa en almennt tíðkast á Norðurlöndum. Samt eru mjög margir á biðlista eftir slíkri þjónustu. Sumir þiggja þjónustu sem í raun hentar þeim ekki, t.d. þjónustu bráðasjúkrahúsa. Á sama tíma er þjónusta til eldri borgara sem búa heima hjá sér minni hér en almennt gerist í nágrannalöndum.

Margt bendir til þess að hópur eldri borgara sé háður daglegri umönnun fjölskyldu, oft kvenna í viðkomandi fjölskyldu. Þessir ættingjar eru nú, eins og börnin á sjöunda áratugnum, sendir, ótt og títt, yfir götuna út í næstu búð með miða til að kaupa lyfjabox, göngugrind og öryggishnapp. Nánustu ættingjar hins aldraða eru beðnir um að standa hjá vagnstjórum ýmsu leiða velferðarþjónustunnar með von um að koma auga á úrræði fyrir hinn aldraða, – og oft er leiðin löng. Hvaða áhrif hefur þetta á daglegt líf þessara ættingja, atvinnuþátttöku og líðan? Væri hagstæðara fyrir fjölskyldulíf og atvinnumál að aldraðir hefðu betri aðgang að faglegri aðstoð heima fyrir? Má vera að hugsjón okkar hér sé ekki eins skörp og gæti verið? Getur verið að við þurfum að endurskoða hugsjónin um velferð alraðra í takt við kröfur, viðhorf og þekkingu nú?

Það eru til ýmsar leiðir sem tryggja öldruðum að geta búið heima hjá sér með aðgang að þjónustu eins og hentar hverjum og einum.  Hér má nefna enn betri samvinnu heilsugæslu og félagslegrar þjónustu og betri nýtingu tækni. Þjónustan þarf að endurspegla frelsi og ábyrgð allra sem koma að máli og umhyggju fyrir einstaklingunum. Umhyggju fyrir hinum aldraða og fjölskyldu hans. Frelsi hins aldraða og fjölskyldu hans. Ábyrgð hins aldraða,  fjölskyldu hans og ekki síst samfélagsins.

Samfélagið sýnir ábyrgð gagnvart velferð með því að tryggja efnhagslegan stöðugleika, fjölbreytt atvinnulíf, réttmætan arð af auðlindum og öguð vinnubrögð þannig að verðmæti skapist sem undirstaða velferðar. Ábyrgð og agi í efnahagsmálum er undirstaða velferðar. Margt bendir til þess að velferðarþjónusta sem eflir frelsi og sjálfsbjargargetu sé hagkvæm og minnki kostnað við flóknari og dýrari þjónustu. Stefna í velferðarmálum þarf að endurspegla hugmyndir okkar um frelsi og sjálfræði. Skipulag velferðarþjónustu þarf að mótast af umhyggju, mannúð og virðingu fyrir hverjum og einum.  Fjárhagslegar áætlanir þurfa að taka mið af þörfum einstaklinganna sem þiggja þjónustu og réttlátri umbun þeirra sem þjónustuna veita. Þannig verður bjart yfir hugsjón velferðarinnar.

Aldradir-Aevikvold