Rétt meðferð á réttum stað – Betri heilbrigðisþjónusta

Aðgengi að heilsugæslu er ekki eins og best verður á kosið. Eitt af því sem sérfræðingar inn heilbrigðisþjónustunnar og almenningur hafa bent á undanfarin misseri er hversu gríðarlega mikilvægt það er að bæta skipulag heilsugæslunnar til þessa bæta aðgengi að þjónustu sérfræðinga þar. Einstaklingar og fjölskyldur finna sig knúin til að leita til bráðaþjónustu sjúkrahúsa með viðfangsefni sem eiga í raun heima í heilsugæslunni.

Heilsugæslan er grunnþjónusta og ætti að vera fyrsti staðurinn sem fólk leitar til með heilbrigðisvanda. Hins vegar er það svo nú að til dæmis á bráðamóttökudeild barna er algengasta ástæða komu þangað vandamál vegna hægðatregðu. Þessi staðreynd færir heim sanninn um það að heilsugæsluþjónustan þarf að vera bæði aðgengilegri og skilvirkari. Foreldrar barna með vanda af þessum toga ættu að finna til öryggis gagnvart þjónustu heilsugæslunnar og ættu að geta leitað þangað á auðveldan hátt, annað hvort með símtali eða með viðtali á stofu til hjúkrunarfræðings eða læknis. Þjónusta heilsugæslunnar er hagkvæm og þar á að vera veitt örugg og skilvirk þjónusta.

Heilbr-heilsug-sjukrahus

Bættu við athugasemd