Efla sjálfstæði skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar

Uppbygging heilbrigðisþjónustunnar þar að vera skapandi og byggð á bestu þekkingu. Við uppbygginguna þarf að taka mið að þekkingu og færni allra heilbrigðisstétta um leið og þarfir skjólstæðinganna eru leiðarljós.

Skapa þarf farveg fyrir þjónustu allra faghópa. Skjólstæðingarnir þurfa að hafa góðar upplýsingar um hvar og hvernig þjónustu þeir mega vænta og greiðan aðgang að þessari þjónustu.

Skjólstæðingar velferðarþjónustunnar eru mikilvægustu eftirlitsaðilar um gæði þjónustunnar. Mat þeirra á þjónustunni skapar nauðsynlegt aðhald og eykur líkur á að þjónustan sé skilvirk og áreiðanleg.

Góðar upplýsingar um heilbrigðis- og velferðarmál eru mikilvægar til að efla sjálfstæði skjólstæðinganna og efla getu þeirra til að hafa áhrif á eigin heilsu, aðstæður og þjónustu.

Skapa þarf farveg fyrir sjónarmið skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar þannig að þarfir þeirra og væntingar séu til grundvallar skipulagi þjónustunnar. Traust og góð samskipti eru mikilvæg. Nýta má gagnvirk vefsamskipti í þessu sambandi.

Heilbrigdiskerfi fjolbreytt

Bættu við athugasemd